Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. mars 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Mike Phelan áfram hjá Man Utd?
Phelan (í rauðu) með McKenna, Solskjær og Carrick.
Phelan (í rauðu) með McKenna, Solskjær og Carrick.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mike Phelan, aðstoðarstjóri Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, ætlar að halda áfram að sinna starfi sínu hjá bæði United og Central Coast Mariners, að minnsta kosti þangað til hlutirnir hjá United skýrast.

Central Coast Mariners er félag í Ástralíu og er Phelan yfirmaður knattspyrnumála þar.

Hinn 56 ára gamli Phelan var búinn að taka við starfinu hjá Central Coast Mariners þegar hann samþykkti að snúa aftur til Manchester United í desember síðastliðnum.

Phelan var áður aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson og sneri hann aftur þegar United kallaði í desember. Hann hefur hjálpað Solskjær að koma United aftur á strik.

Líklegt þykir að Solskjær fái starfið til frambúðar. Ef það gerðist, verður þá Phelan áfram starfandi hjá félaginu sínu í Ástralíu?

„Það snýst um hvernig hlutirnir þróast á næstu mánuðum," sagði Phelan við FOX Football hlaðvarpið.

„Þegar ákvarðanir eru teknar í Englandi þá held ég að við munum ræða við Mariners og vonandi getur samstarfið eitthvað haldið áfram. Þetta er gott samstarf."

„Ég vil klárlega halda áfram að sýna Mariners áhuga."

Phelan, sem er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum United, fór til Ástralíu í landsleikjahléinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner