Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. mars 2019 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Mane skoraði og lagði upp - Brasilía vann
Sadio Mane og Roberto Firmino skoruðu báðir í dag
Sadio Mane og Roberto Firmino skoruðu báðir í dag
Mynd: Getty Images
Gabriel Jesus skoraði tvö mörk er Brasilía vann Tékkland 3-1 í vináttulandsleik í kvöld en það voru nokkur áhugaverð úrslit í leikjum kvöldsins.

David Pavelka kom Tékkum yfir á 37. mínútu leiksins á Sinobo-leikvanginum í Prag áður en Roberto Firmino, framherji Liverpool, jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks. Gabriel Jesus bætti við tveimur mörkum undir lokin og tryggði Brasilíu sigur.

Jesus leikur með Manchester City og fara því báðir heitir inn í lokaumferðirnar í enska boltanum. Angel Correa tryggði þá Argentínu sigur á Marokkó á meðan Son Heung-Min skoraði í 2-1 sigri Suður-Kóreu á Kólumbíu.

Firmino var ekki eini leikmaðurinn í liði Liverpool sem gerði það gott í dag en Sadio Mane kom inná á 76. mínútu er Senegal vann Malí 2-1. Mane jafnaði metin í 1-1 og lagði svo upp sigurmarkið í uppbótartíma en Mane er með 17 mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Úrslit og markaskorarar:

Czech Republic 1 - 3 Brazil
1-0 David Pavelka ('37 )
1-1 Roberto Firmino ('49 )
1-2 Gabriel Jesus ('83 )
1-3 Gabriel Jesus ('90 )

Morocco 0 - 1 Argentina
0-1 Angel Correa ('83 )

Korea Republic 2 - 1 Colombia
1-0 Son Heung-Min ('16 )
1-1 Farid Diaz ('49 )
2-1 Jae-Sung Lee ('58 )

Senegal 2 - 1 Malí
0-1 Adama Traore ('72 )
1-1 Sadio Mane ('87 )
2-1 Moussa Konate ('90 )
Athugasemdir
banner
banner