Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 26. mars 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard: Ég verð dæmdur eftir næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Eden Hazard var keyptur til Real Madrid í fyrra en fór ekki vel af stað með spænska stórveldinu.

Meiðslavandræði hafa sett strik í reikninginn en Hazard lítur fram á veginn og ætlar að taka næsta tímabil með trompi.

„Fyrsta tímabilið mitt í Madríd hefur verið slæmt að mestu leiti. Þetta hefur verið aðlögunartímabil, ég verð dæmdur eftir því hvernig ég spila á næstu leiktíð. Það veltur á mér að vera í góðu formi á næsta tímabili. Þetta er góður hópur, ég hlakka til," sagði Hazard við belgíska ríkissjónvarpið.

Hazard er að ná sér af ökklameiðslum og heldur sig innandyra, líkt og liðsfélagar sínir sem eru í einangrun vegna kórónuveirunnar.

„Mér líður vel. Ég er alltaf innandyra og fer vel með sjálfan mig. Mér gengur betur í endurhæfingunni, ég er byrjaður að labba.

„Ég passa mig að fá ekki veiruna og er alltaf heima hjá mér. Ég er smá smeykur eins og aðrir en aðallega um að smita frá mér. Ég er heppinn en hef áhyggjur af öðru fólki sem er veikburða og í verri aðstæðum."

Athugasemdir
banner