Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. mars 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Ágúst um Kjartan Henry: Á honum mikið að þakka
Kjartan með tilþrif í leik með félaginu í vetur.
Kjartan með tilþrif í leik með félaginu í vetur.
Mynd: Getty Images
Marki fagnað
Marki fagnað
Mynd: Getty Images
Viku eftir að Ágúst Eðvald Hlynsson gekk í raðir Horsens í Danmörku sneri gömul hetja aftur til félagsins.

Kjartan Henry Finnbogason var mættur frá Vejle og til félagsins þar sem hann er mikils metinn. Kjartan var þó ekki mjög lengi hjá Horsens því í vetrarglugganum gekk hann í raðir Esbjerg.

Ágúst Eðvald var til viðtals á dögunum og var hann spurður út í Kjartan Henry.

„Ég vissi að Kjartan Henry hefði spilað með liðinu og gert það vel. Það er smá Íslandstenging út af honum. Hann gerði vel og fékk mjög flott skref héðan. Það heillaði mig mjög mikið hvernig menn töluðu um stefnuna og slíkt," sagði Ágúst um hvað hann hefði vitað um Horsen áður en hann gekk í raðir danska félagsins.

Varstu í einhverjum samskiptum við Kjartan áður en þú fórst út?

„Nei, ekki neitt. Ég sá bara að Kjartan spilaði þarna og gerði flotta hluti. Svo þegar ég var búinn að vera þarna í viku þá mætir Kjartan í búningsklefann, það var mjög skemmtilegt.“

Kynntistu Kjartani? Voru einhver samskipti milli ykkar?

„Já, klárlega. Hann eiginlega tók mig að sér og ég á honum mikið að þakka hversu almennilegur hann var við mig. Hann var að bjóða mér í mat og var minn besti vinur í Horsens áður en hann fór til Esbjerg,“ sagði Ágúst.

Annað úr viðtalinu:
„Mjög heillandi að spila í Superliga" - Fór að spila á undan áætlun
Ósáttur að vera ekki í hópnum en horfir til næstu undankeppni
Hlynssyni dreymir um að spila saman landsleik - „Væri gott chemistry"
Athugasemdir
banner
banner
banner