Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. mars 2021 19:00
Elvar Geir Magnússon
Alfreð spilaði fyrir Augsburg í dag
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason kom inn sem varamaður og lék síðustu 20 mínúturnar þegar Augsburg vann 3-1 sigur gegn B-deildarliðinu Heidenheim í æfingaleik í dag.

Þetta var fyrsti leikur Alfreðs í tvo mánuði en hann meiddist á kálfa í janúar og gat ekki verið með landsliðinu í fyrstu leikjunum í undankeppni HM.

Gleðifréttir fyrir Alfreð að ná að snúa aftur út á völlinn.

Sóknarmaðurinn hefur aðeins náð að koma við sögu í tólf leikjum í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili en Augsburg situr þar í þrettánda sætinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner