fös 26. mars 2021 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Almiron: Ég vil spila með liði sem sýnir meiri baráttu
Miguel Almiron
Miguel Almiron
Mynd: Getty Images
Paragvæski sóknartengiliðurinn Miguel Almiron gæti verið á förum frá Newcastle United í sumar en hann gaf það í skyn í viðtali við útvarpsstöðina ABC Cardinal í dag.

Almiron kom til Newcastle frá Atlanta United fyrir tveimur árum en hann kom með mikið líf inn í sóknarleik enska liðsins.

Það hefur þó ekki gengið neitt sérstaklega vel hjá Newcastle á þessari leiktíð og hefur liðið tapað síðustu sex leikjum og er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Það er því ágætis möguleiki á því að hann skoði stöðuna í sumar.

„Ég væri til í að spila fyrir lið sem sýnir meiri baráttu. Ég er ánægður hér og þetta er þægilegt. Fjölskyldan er í góðum málum og við reynum að halda okkur innandyra. Við erum afar þakklát fyrir að vera við góða heilsu. Ég er afar góður andlega og get ekki beðið eftir að spila fyrir paragvæska landsliðið," sagði Almiron í viðtalinu.

Umboðsmaður Almiron hefur áður rætt áhuga liða á Almiron og þá hefur leikmaðurinn tekið undir en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner