Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. mars 2021 19:30
Elvar Geir Magnússon
Ansu Fati á erfitt með svefn vegna sársauka í hné
Ansu Fati.
Ansu Fati.
Mynd: Getty Images
El Mundo Deportivo segir að ungstirnið Ansu Fati hjá Barcelona eigi í vandræðum með svefn því sársaukinn í hné hans sé svo mikill.

Sagt er að hann hafi vaknað upp um miðja nótt því bólgur í hnénu séu að valda sársauka.

Þessi 18 ára strákur er talinn meðal efnilegustu leikmanna heims en hann hefur þegar þurft að gangast undir tvær mismunandi aðgerðir á hnénu. Nú er líklegt að þriðja aðgerðin verði niðurstaðan.

Sagt er að læknirinn Ramón Cugat sé undrandi yfir því að Fati sé ekki að ná bata.

Fati hefur skorað fimm mörk í tíu leikjum fyrir Barcelona á tímabilinu og eitt í fjórum landsleikjum fyrir Spán.

Óvíst er hvenær hann getur snúið aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner