Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. mars 2021 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Benzema var nálægt því að fara til Juventus
Karim Benzema skorar og skorar fyrir Real Madrid
Karim Benzema skorar og skorar fyrir Real Madrid
Mynd: Getty Images
Karim Benzema, framherji Real Madrid á Spáni, var nálægt því að ganga í raðir Juventus árið 2009 en Claudio Marchisio, fyrrum leikmaður Juventus, segir frá þessu í viðtali á Youtube-rásinni Cronache di Spogliatoio.

Real Madrid keypti Benzema af Lyon árið 2009 en sama sumar keypti spænska félagið þá Cristiano Ronaldo og Kaka.

Mörg stórlið voru á eftir Benzema en Madrídingar höfðu betur í baráttunni við Juventus.

Benzema hefur skorað 272 mörk í 545 leikjum með Madrídingum og er einn markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi en hann var ansi nálægt því að ganga til liðs við Juventus.

„Hann er magnaður leikmaður. Benzema var nálægt því að ganga til liðs við Juventus árið sem Ciro Ferrara var að þjálfa Juventus. Það er fúlt að hann hafi ekki komið, því Benzema er sá sem skorar mörkin eftir að CR7 fór frá Madrídingum," sagði Marchisio.
Athugasemdir
banner
banner
banner