Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. mars 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Dortmund setur risa verðmiða á Haaland
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Dortmund hefur ákveðið að setja 180 milljóna evra (153 milljóna punda) verðmiða á norska framherjann Erling Braut Haaland fyrir sumarið. ESPN greinir frá.

Haaland hefur skorað 49 mörk síðan hann kom til Dortmund frá FC Salzburg í janúar 2020 og stærstu félög í heimi hafa áhuga á honum.

Í samningi Haaland er riftunarverð um að hann megi fara á 75 milljónir evra (64 milljónir punda) sumarið 2022.

Dortmund ætlar hins vegar að hafa verðmiðann mun hærri á hinum tvítuga Haaland í sumar.

Mino Raiola, umboðsmaður Haaland, hefur sagt að tíu félög hafi áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner