Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. mars 2021 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Evrópumótið líklega búið hjá Tonali - Fékk þriggja leikja bann
Sandro Tonali missir af þremur leikjum
Sandro Tonali missir af þremur leikjum
Mynd: Getty Images
Sandro Tonali, lykilmaður í U21 árs landsliði Ítalíu, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að hafa fengið rautt spjald í 1-1 jafnteflinu gegn Tékklandi í gær.

Tonali fékk að líta rauða spjaldið á 84. mínútu en hann sparkaði í Ondrej Sasinka.

Ítalía missti tvo leikmenn af velli en Ricardo Marchizza fékk að líta tvö gul spjöld.

Marchizza fer í eins leiks bann og þá fer Matteo Gabbia einnig í eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega hegðun.

Tonali mun missa af næstu þremur leikjum en liðið á tvo leiki í riðlinum gegn Spánverjum og Slóvenum. Hann myndi þá líka missa af 8-liða úrslitum mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner