Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. mars 2021 23:22
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Lazio í sjö mánaða bann fyrir að brjóta sóttvarnarreglur
Claudio Lotito (t.h.) fékk sjö mánaða bann fyrir að brjóta sóttvarnarreglur
Claudio Lotito (t.h.) fékk sjö mánaða bann fyrir að brjóta sóttvarnarreglur
Mynd: Getty Images
Claudio Lotito, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Lazio, hefur verið dæmdur í sjö mánaða bann frá fótbolta eftir að hafa viljandi brotið sóttvarnarreglur með því að spila leikmönnum sem voru smitaðir og áttu að vera í sóttkví.

Forsaga málsins er sú að Lazio hunsaði sóttvarnarreglurnar á Ítalíu í tvígang. Knattspyrnusambandið hóf rannsókn gegn Lazio í nóvember eftir að nokkrir leikmenn liðsins greindust með veiruna eftir Meistaradeildarleik en fengu þó að spila í Seríu A.

Í fyrra skiptið ákvað félagið að spila leikmanni í ítölsku deildinni sem átti að vera í tíu daga sóttkví. Félaginu er skylt að tilkynna ríkinu um virkt smit í hópnum en það var gert seint og þá leyfði félagið þremur leikmönnum liðsins að æfa með liðinu þrátt fyrir að vera smitaðir.

Málið var höfðað gegn Lazio í síðasta mánuði og í dag var úrskurðað í því en Lotito, forseti Lazio, var dæmdur í sjö mánaða bann fyrir að brjóta sóttvarnarreglur og þá voru tveir læknar liðsins dæmdir í eins árs bann.

Lazio var þá sektað um 150 þúsund evrur. Ítalskir miðlar greindu frá því að knattspyrnusambandi ætlaði sér að draga stig af Lazio en það var þó ekki raunin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner