Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. mars 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Hlynssyni dreymir um að spila saman landsleik - „Væri gott chemistry"
Icelandair
Bræðurnir fyrir utan akademíuna hjá Norwich
Bræðurnir fyrir utan akademíuna hjá Norwich
Mynd: ÁEH
Munu þeir spila landsleik saman?
Munu þeir spila landsleik saman?
Mynd: ÁEH
„Mér finnst ég eiga stóran hlut af því sem hann er að gera ... hann græðir helling á minni reynslu."

Þeir Águst Eðvald og Kristian Nökkvi eru bræðir, Hlynssynir. Þeir eru báðir á mála hjá félögum erlendis. Ágúst verður 21 árs seinna í mánuðinum og Kristian varð sautján ára í janúar.

Kristian var seldur fyrir rúmu ári síðan til Ajax frá Breiðabliki, Ajax greiddi metfé fyrir leikmanninn. Ágúst hélt svo síðasta haust til Horsens í Danmörku eftir tvö tímabil með Víkingi Reykjavík.

Ágúst var til viðtals í gærkvöldi og var hann spurður í yngri bróður sinn og þeirra samband.

Mig langar að spyrja þig út í yngri bróður þinn Kristian, eruð þið í góðu sambandi?

„Já, ég held að það sé ekki hægt að eiga í betra sambandi við litla bróður sinn. Við erum mjög nánir,“ sagði Ágúst.

Talið þið saman um eitthvað annað en fótbolta?

„Haha, það er ekki mikið um það. Við hringjumst á á hverjum degi og spyrjum hvernig gangi á æfingum og í leikjum, það er það sem við tölum langmest um.“

Kristian var að framlengja fyrir ekki svo löngu við Ajax. Ertu stoltur af því sem hann er að gera?

„Já, gríðarlega. Mér finnst ég eiga stóran hlut af því sem hann er að gera. Við höfum verið það nánir að mér finnst ég eiga stóran þátt í þessu. Ég reyni að hjálpa honum í því sem hann er að gera, hann er meðvitaður um bæði mistökin sem ég gerði á sínum tíma og það rétta sem ég gerði, hann græðir helling á minni reynslu.“

Ágúst var í unglingastarfinu hjá Norwich og Bröndby áður en hann hélt til Víkings fyrir tímabilið 2019.

Hvað er það sem þú heyrir, er honum að ganga vel?

„Þetta er búið að ganga mjög vel hjá honum en út af covid er U18 deildin ekki í gangi. Áður en faraldurinn byrjaði var hann að spila frábærlega í tíunni og skora mörk með liðinu. Núna er hann að æfa með Jong Ajax, spilað tvo leiki með liðinu og æfir reglulega með aðalliðinu. Honum gengur mjög vel.“

Hafið þið Kristian talað um að það væri gaman að spila saman landsleik?

„Já, það hefur verið markmiðið síðan við vorum litlir guttar, draumurinn var að spila saman framarlega á vellinum. Það væri gott „chemistry“ okkar á milli. Það er dramurinn okkar og við ætlum að reyna ná þvi.“

Ágúst vildi endilega koma inn á það undir lokin að hann fylgist alltaf með sínum mönnum í Þór á Akureyri og gleymir því ekkert hvar ræturnar eru, hvar ævintýrið hófst.

„Maður gleymir aldrei þegar Deyja Fyrir Klúbbinn heyrðist frá Mjölnismönnum þegar maður var í stúkunni.“

Annað úr viðtalinu:
„Mjög heillandi að spila í Superliga" - Fór að spila á undan áætlun
Ósáttur að vera ekki í hópnum en horfir til næstu undankeppni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner