Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. mars 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver tekur markið og hver tekur níuna hjá meisturunum?
Tvær bestu leikmenn Íslandsmótsins síðasta sumar.
Tvær bestu leikmenn Íslandsmótsins síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sonný Lára Þráinsdóttir hætti.
Sonný Lára Þráinsdóttir hætti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa orðið miklar breytingar á liði Íslandsmeistara Breiðablik frá síðasta tímabili.

Öflugir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili og þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tók við kvennalandsliðinu.

Það eru ákveðin spurningamerki fyrir tímabilið og þá helst með það hver verði í markinu og hver muni spila fremst á vellinum. Rætt var um Blikaliðið í Heimavellinum síðasta.

„Það á ansi mikið eftir að mæða á Öglu Maríu. Hún er stærsta stjarnan í liðinu þegar við förum inn í sumarið. Hún var næst besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra á eftir Sveindísi. Það er mikil pressa á henni," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Birta Georgs, er hún ekki að fara að vera sóknarmaður númer eitt?" spurði Hulda Mýrdal.

„Það er spurning," svaraði Mist en Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfar KR, telur að Birta verði fremst eins og staðan er núna. Birta er 18 ára og spilaði með FH síðasta sumar. Hún spilaði 15 leiki í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark er FH féll. Tímabilið áður gerði hún 11 mörk í 16 leikjum í næst efstu deild með FH-ingum.

„Hin unga og efnilega Vigdís Lilja er líka búin að spila þarna en það er ólíklegt að hún sé að fara að leiða sóknarleikinn í Maxinu," sagði Mist en Vigdís er fædd árið 2005.

„Það eru þessi tvö spurningamerki; það er nían og það er markið," sagði Mist.

„Telma Ívarsdóttir er líkleg og hún mun alltaf standa sig vel enda góður markvörður. En er hún klár í allt þetta aukalega sem Sonný hefur verið að gefa liðinu?"

„Ertu viss um að það verði ekki Ásta (Vigdís Guðlaugsdóttir)? Þær hafa verið að skiptast á í markinu á undirbúningstímabilinu," spurði Lilja Dögg Valþórsdóttir.

„Þetta er galopið og það þurfa allir að vera á tánum," sagði Mist en hún talaði um það að Telma hefði verið í æfingahóp A-landsliðsins nýverið. „Þær eru báðar góðir markverðir."

Telma var í láni hjá FH á síðustu leiktíð og Ásta á láni hjá Keflavík. Það verður fróðlegt að sjá hver verður í markinu hjá Blikum og jú, hver verður þeirra fremsta kona í sumar. Vilhjálmur Kári Halldórsson, sem tók við Blikum af Steina, ræður því.
Heimavöllurinn: Ótímabær spá fyrir Pepsi Max 2021
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner