Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 26. mars 2021 15:00
Magnús Már Einarsson
Roy Keane í viðræðum við Celtic
Mynd: Getty Images
Roy Keane hefur rætt við Celtic um að taka við sem knattspyrnustjóri hjá félaginu.

Celtic er að leita að eftirmanni Neil Lennon sem lét af störfum á dögunum en liðið hefur nú þegar tapað baráttunni gegn Rangers um titilinn í Skotlandi á þessu tímabili.

Keane var síðast stjóri Ipswich árið 2011 en hann hefur síðan þá verið aðstoðarþjálfari hjá írska landsliðinu, Aston Villa og Nottingham Forest.

Keane þekkir til hjá Celtic því hann endaði leikmannaferil sinn með félaginu árið 2006 eftir að hafa átt farsælan feril með Manchester United.

Enzo Maresc, þjálfari U23 ára liðs Manchester City, Chris Wilder, fyrrum stjóri Sheffield United og Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skotlands, hafa einnig allir verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner