Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. mars 2021 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Sarri í viðræðum við Fenerbahce
Maurizio Sarri er á leið aftur í þjálfun
Maurizio Sarri er á leið aftur í þjálfun
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Maurizio Sarri er í viðræðum við tyrkneska félagið Fenerbahce en þetta kemur fram í tyrknesku miðlunum í kvöld.

Sarri hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Juventus eftir síðasta tímabil.

Hann gerði Juventus að meisturum og fékk þá silfur í Ofurbikar Ítalíu og ítalska bikarnum.

Sarri hefur áður þjálfað Empoli og Napoli við góðan orðstír en hann stýrði einnig Chelsea eitt tímabil þar sem hann vann Evrópudeildina.

Samkvæmt tyrknesku miðlunum er Sarri í viðræðum við Fenerbahce um að taka við liðinu. Erol Bulut var látinn taka poka sinn á dögunum og stýrir Emre Belozoglu liðinu út leiktíðina.

Talið er að gengið verði frá samningum í næstu viku en Sarri hefur einnig verið orðaður við starfið hjá Napoli og Roma síðustu daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner