Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. mars 2021 17:15
Magnús Már Einarsson
Steini Halldórs um æfingastopp: Ekki draumastaða
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við viljum komast í gang, kynna áherslur og hefja undirbúning fyrir HM í haust," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, þegar hann kynnti hópinn fyrir komandi vináttuleiki í dag.

Um verður að ræða fyrstu tvo leikina undir stjórn Þorsteins. Íslenska liðið fer til Ítalíu í þarnæstu viku en hefðbundnar æfingar eru bannaðar á Íslandi í dag og það hefur áhrif á þá sjö leikmenn sem koma úr íslenskum félagsliðum.

„Það er ekki draumastaðan en það er ekki langt í verkefnið þannig að þetta hefur ekki stórkostleg áhrif. Ég óttast það ekki neitt," sagði Þorsteinn en hvaða áhrif hafa þessi æfingastopp á leikmenn?

„Þetta er ekki þægileg staða fyrir leikmenn að vera alltaf að byrja, stoppa og æfa með hinum og þessum takmörkunum. Þetta er ekki draumastaða. Þetta hjálpar ekki í þróuninni."

„Ég held að þetta sé erfiðara fyrir eldri leikmenn. Yngri leikmenn er kannski fljótari að komast í gang atur. Eldri leikmenn þurfa að vera í betri rútínu. Vonandi verður þetta stutt stopp nuna og hefur takmörkuð áhrif á fótboltann á Íslandi."


Sjá einnig:
Landsliðshópur kvenna: Tveir nýliðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner