Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 26. mars 2021 16:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Sveinn Aron: Geggjuð tilfinning en svo svipað og gegn Svíþjóð úti
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór og Eiður Smári
Arnar Þór og Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri, Jöri og Doddi.
Davíð Snorri, Jöri og Doddi.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenska U21 liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Ungverjalandi. Ísland var 3-0 undir og Rússar komust í 4-0 snemma í seinni hálfleik. Brekkan mikil.

Sveinn Aron Guðjohnsen minnkaði muninn ekki svo löngu seinna og sat hann fyrir svörum í Teams-viðtali í dag.

Leikurinn í gær, hvernig var tilfinningin að ganga út á völl í fyrsta sinn á stórmóti?

„Það var geggjuð tilfinning, fyrst og fremst erum við allir mjög stoltir af því að vera hérna, að hafa verið valdir í þennan hóp," sagði Svenni.

Hvernig leið þér fram að fyrsta markinu, hafðiru einhverjar áhyggjur?

„Nei, ég hafði ekki áhyggjur mér fannst við vera með stjórn þannig séð á varnarleiknum. Þeir voru auðvitað mikið með boltann en það hafa margir leikir verið þannig að hitt liðið er mikið með boltann. Þannig ég var ekkert stressaður yfir þessu.”

En hvernig var tilfinningin eftir fyrsta markið?

„Persónulega fékk ég svipaða tilfinningu og í leiknum gegn Svíþjóð úti [5-0 tap]. Þá fengum við mark á okkur eftir hálftíma og urðum sjálfir óþolinmóðir, smá stress í mönnum kannski og þá fór eiginlega allt í vesen undir lok fyrri hálfleiks.”

Hvaða skilaboð fenguði frá Davíð og teyminu í hálfleik?

„Það var aðallega að klára leikinn eins og menn, ætluðum að fara út í seinni hálfleik og reyna ná allavega stiginu.”

Varstu heilt yfir sáttur með þitt framlag í leiknum?

„Nei, ekki beint. Það er erfitt að vera ánægður með sjálfan þig þegar liðið tapar.”

Hvernig lítið þig á Danaleikinn og stöðuna sem þið eruð komnir í eftir þennan fyrsta leik?

„Við forum í alla leiki og ætlum að vinna þá. Fyrir okkur er hver einasti leikur must-win leikur.”

Eruði búnir að skoða danska liðið eða leikinn sem þeir spiluðu í gær?

„Ég sá markið allavega, geðveikt mark hjá þeim. Annars er ég ekki búinn að sjá mikið frá þeim.”

Finnuru mun á því hvernig Davíð [Snorri Jónasson] nálgast hlutina miðað við hvernig Addi [Arnar Þór Viðarsson] og Eiður [Smári Guðjohnsen] nálguðust hlutina?

„Nei, ekkert þannig séð. Hann er eiginlega búinn að gera það sama og Addi og pabbi gerðu. Auðvitað er öðruvísi að vera með nýjan þjálfara en í rauninni hefur ekkert breyst hjá okkur," sagði Svenni.

Annað úr viðtalinu:
„Verð örugglega á undan gamla að snoða mig, hann er svo þrjóskur"
Býst ekki við kallinu frá A-landsliðinu strax - „Þetta hefur bara tikkað"
Sveinn var utan hóps: Það var lítið talað við mig
Athugasemdir
banner
banner
banner