Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. apríl 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Líkleg byrjunarlið: Fjölnir - KA
Laugardag klukkan 16
Þórir Guðjónsson er klár eftir meiðsli.
Þórir Guðjónsson er klár eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Almarr Ormarsson mætir gömlu félögunum í KA í fyrsta leik.
Almarr Ormarsson mætir gömlu félögunum í KA í fyrsta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Callum Williams kemur væntanlega inn í hjarta varnarinnar í fjarveru Guðmanns.
Callum Williams kemur væntanlega inn í hjarta varnarinnar í fjarveru Guðmanns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson miðjumaður KA.
Daníel Hafsteinsson miðjumaður KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og KA mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 16:00 á laugardag. Leikurinn fer fram í Egilshöll þar sem Extra-völlurinn í Grafarvogi er ekki klár eftir veturinn. KA spilar fyrstu tvo leiki sína í Egilshöll því í 2. umferð mætir liðið Fylki þar.

Líkleg byrjunarlið:
Valur - KR
Stjarnan - Keflavík
FH - Grindavík
Breiðablik - ÍBV



Fjölnismenn hafa spilað með þriggja manna vörn undanfarin en árangurinn hefur ekki verið sérstakur. Gegn Fylki um síðustu helgi spilaði liðið hluta leiks með fjögurra manna varnarlínu og við tippum á að það verði niðurstaðan á laugardaginn. Bergsveinn Ólafsson verður þá líklega hægri bakvörður líkt og hann var hluta tímabils hjá FH í fyrra.

Þórir Guðjónsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir verið að glíma við meiðsli en þeir komu við sögu gegn Fylki og ættu að vera klárir um helgina. Ingimundur Níels Óskarsson er hins vegar frá keppni ennþá en hann hefur verið meiddur í nánast allan vetur.



Varnarmaðurinn öflugi Guðmann Þórisson byrjar Pepsi-deildina í tveggja leikja banni eftir rautt spjald gegn ÍBV í lokaumferðinni í fyrra. Callum Williams byrjar væntanlega við hlið Hallgríms Jónassonar í vörninni og Bjarni Mark Antonsson, sem kom til KA frá Svíþjóð á dögunum, er líklegur í vinstri bakvörðinn.

Ásgeir Sigurgeirsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson hafa allir verið eitthvað frá undanfarnar vikur vegna meiðsla en þeir ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir leikinn í Egilshöllinni. Á miðjunni er hinn ungi Daníel Hafsteinsson, leikmaður sem verður spennandi að fylgjast með í sumar.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner