Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. apríl 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla að kvarta til FIFA útaf hegðun Watford
Mynd: Getty Images
Generation Foot, knattspyrnufélag frá Senegal, ætlar að kvarta til FIFA undan Watford sem borgaði 30 milljónir punda til að kaupa Ismaila Sarr frá franska félaginu Rennes í fyrra.

Hluti af þessum 30 milljónum á að renna til senegölsku félaganna sem ólu Sarr upp, Generation Foot og Linguere de Saint-Louis.

BBC greinir frá því að hvorugt félagið sé búið að fá fyrstu greiðslu frá Watford.

Scott Duxbury, forseti Watford, segir að önnur greiðslan sé ekki farin í gegn vegna 'ófullnægjandi bankaupplýsinga' og að stjórnendur Watford séu í stöðugum samskiptum við hitt félagið.

Mady Toure, forseti Generation Foot, sakar Watford um að sýna vanvirðingu í þessu máli.

„Þeir skulda okkur 525 þúsund evrur í fimm greiðslum. Við höfum sent þeim tölvupóst reglulega síðan í janúar án þess að fá svar. Þetta er ekkert nema óvirðing," segir Toure.

„Þetta er afar mikilvæg upphæð fyrir okkur og ég er viss um að þeir séu að kaupa tíma með þessum skrípaleik. Fyrsta greiðslan átti að berast 17. nóvember 2019 og næstu fjórar greiðslur 31. ágúst á hverju ári til 2023.

„Ein svona greiðsla dugir til að halda félaginu gangandi í sex mánuði og við reiðum okkur á þennan pening."

Athugasemdir
banner
banner
banner