Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. apríl 2020 22:34
Brynjar Ingi Erluson
AS: Real Madrid fær leyfi til að spila leiki á æfingasvæðinu
Valdebebas-æfingasvæðið
Valdebebas-æfingasvæðið
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid hefur fengið leyfi til þess að spila leiki sína á Valdebebas-æfingasvæðinu en það er spænski miðillinn AS sem greinir frá þessu.

Salvador Illa, heilbrigðisráðherra Spánar, sagði í dag að það væri ólíklegt að spænska deildin myndi byrja fyrir sumar.

Hátt í 227 þúsund hafa smitast af kórónaveirunni á Spáni og þá er staðfest tala látinna 23.190.

Það er gert ráð fyrir því að spænska deildin verði spiluð fyrir luktum dyrum og vill Real Madrid spila sína leiki á Valdebebas-æfingasvæðinu.

Samkvæmt AS er Real Madrid búið að fá leyfi fyrir því en spænska knattspyrnusambandið hefur þó ekki staðfest þær fregnir.

Real Madrid hefur þá ekki greint frá því en félagið vill bíða og fylgjast með stöðu mála áður en ákvörðunin liggur fyrir. Liðið leikur vanalega heimaleiki sína á Santiago Bernabeu-leikvanginum í Madríd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner