Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 26. apríl 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Braithwaite faldi skiptin til Barca fyrir vinum og fjölskyldu
Braithwaite er búinn að spila í þremur af fjórum leikjum Barca frá komu sinni til félagsins.
Braithwaite er búinn að spila í þremur af fjórum leikjum Barca frá komu sinni til félagsins.
Mynd: Getty Images
Braithwaite er 28 ára gamall og hefur skorað 7 mörk í 39 landsleikjum fyrir Dani.
Braithwaite er 28 ára gamall og hefur skorað 7 mörk í 39 landsleikjum fyrir Dani.
Mynd: Getty Images
Martin Braithwaite, danskur framherji Barcelona, segist hafa falið félagaskipti sín til Barcelona fyrir vinum og fjölskyldu þar til rétt áður en þau voru staðfest.

Braithwaite var leikmaður Leganes en Barca nýtti neyðarúrræði spænsku deildarinnar til að ganga frá kaupunum í febrúar, utan félagaskiptaglugga, vegna meiðsla Luis Suarez og Ousmane Dembele.

„Ég husgaði bara með mér að ég ætlaði að vera rólegur og leyfa þessu að spilast út. Þegar þetta varð 100% alvarlegt sagði ég eiginkonunni frá því en það var engin ástæða til að segja öðru fólki í kringum mig frá þessu," sagði Braithwaite.

„Ég veit að fólk hefði orðið mjög spennt og við hefðum ekki rætt um annað í marga daga. Vanalega segi ég konunni frá öllu en ég sagði þetta ekki við hana fyrr en þremur dögum áður en skiptin gengu í gegn. Ég þurfti að segja henni því þessu var lekið í fjölmiðla.

„Orðrómurinn fór af stað um morguninn og ég heyrði ekki í henni fyrr en um kvöldið. Þá sagðist ég þurfa að tala við hana og hún skildi strax hvað ég átti við."


Barca er ekki talið vilja halda Braithwaite til lengri tíma og eru úrvalsdeildarfélög á borð við Everton og West Ham áhugasöm um að tryggja sér þjónustu danska landsliðsmannsins, sem er metinn á tæpar 20 milljónir evra.

Braithwaite sér þó framtíðina fyrir sér í Barcelona og ætlar að berjast fyrir sæti í liðinu.

„Ég er viss um að ég verði hjá félaginu í meira en fjögur og hálft ár. Þannig sé ég þetta fyrir mér í hausnum. Ég vil bara spila og vinna titla með liðinu, það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað.

„Það hafa margar goðsagnir spilað fyrir Barcelona. Ég vil að fólk líti til baka á liðið sem ég var partur af og líti á það sem eitt af bestu liðum í sögu Barca."

Athugasemdir
banner
banner
banner