Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carlos fór frá Inter því Hodgson spilaði honum úr stöðu
Mynd: Getty Images
Brasilíski fótboltasnillingurinn Roberto Carlos er af mörgum talinn besti sókndjarfi vinstri bakvörður nútímaknattspyrnu enda gerði hann garðinn frægan með brasilíska landsliðinu og Real Madrid.

Hann vann til ógrynni titla en hans fyrsta stopp í Evrópu var ekki hjá Real, heldur hjá Inter á Ítalíu undir stjórn Roy Hodgson. Árið 1995.

Hodgson vildi ólmur nota Carlos úti á kantinum og segist Brasilíumaðurinn hafa yfirgefið Inter af þeirri ástæðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Carlos ræðir um Hodgson og félagaskiptin til Real Madrid.

„Ég ræddi við Massimo Moratti (þáverandi forseta Inter) og sagði honum að ég gæti ekki verið að spila svona framarlega á vellinum því ég myndi missa landsliðssætið mitt fyrir Copa America," sagði Carlos á Instagram.

„Sama dag hitti ég Lorenzo Sanz forseta Real og á tíu mínútum komumst við að samkomulagi og vorum á leið í flug til Madrídar. Á þessum tímum gerðust hlutirnir mjög hratt."

Stuðningsmenn Inter hafa ekki enn fyrirgefið Hodgson fyrir að spila Carlos úr stöðu og heimila sölu á honum til Real Madrid, sem vann spænsku deildina fjórum sinnum og Meistaradeildina þrisvar á ellefu árum.

Þess má geta að Loernzo Sanz lést á dögunum af völdum kórónuveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner