banner
   sun 26. apríl 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gætu farið umspilsleiðina í C- og D-deildum enska boltans
Mynd: Getty Images
Félög í ensku C- og D-deildunum eru að ræða þrjár mögulegar leiðir til að enda tímabilið samkvæmt Sky Sports.

Leiðirnar þrjár eiga það sameiginlegt að ekkert lið mun falla. Sú leið sem Sky telur líklegasta er umspilsleiðin, þar sem átta efstu lið deildanna fara í úrslitakeppni sín á milli til að úrskurða hverjir komast upp um deild. Deildirnar yrðu svo jafnaðar út eftir næstu leiktíð þar sem fleiri lið yrðu látin falla.

Þetta þýðir að Sunderland, sem er í sjöunda sæti C-deildarinnar, myndi fá tækifæri til að koma sér aftur upp í Championship.

Önnur leið sem Sky telur mögulega er sú að félögin sem eru í efstu sætum deildanna fari beint upp án þess að klára leiktíðina.

Ólíklegt er að neðri deildir enska boltans geti farið af stað á sama tíma og úrvalsdeildin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner