Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. apríl 2020 12:34
Ívan Guðjón Baldursson
Giuseppe Rossi: Fór næstum til Barca og Juve
Rossi skoraði 16 mörk í 21 deildarleik með Fiorentina áður en hann meiddist enn eina ferðina alvarlega á krossbandi í hægra hné.
Rossi skoraði 16 mörk í 21 deildarleik með Fiorentina áður en hann meiddist enn eina ferðina alvarlega á krossbandi í hægra hné.
Mynd: Getty Images
Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi þótti meðal efnilegustu leikmanna heims á sínum tíma en tíð meiðsli settu strik í reikninginn.

Rossi var aðeins sautján ára þegar Sir Alex Ferguson fékk hann til Manchester United. Hann skoraði fjögur mörk í tólf leikjum átján ára gamall en stóðst ekki væntingar og var fyrst lánaður út til Parma og svo seldur til Villarreal.

Hann var iðinn við markaskorun hjá báðum liðum en ferill hans fór beint niður á við þegar hann sleit krossband á hægra hné tvisvar og var frá í eitt og hálft ár vegna meiðslanna. Tímabilið áður en hann sleit krossbandið skoraði Rossi 32 mörk í 56 leikjum hjá Villarreal og vakti athygli frá Barcelona.

„Ég fór til Man Utd útaf orðsporinu. Ég var eins og fífl þegar ég mætti og fyrstu mennirnir sem ég sá voru Ferguson og Giggs. Ég varði miklum tíma með Gerard Pique, við ólumst eiginlega upp saman hjá félaginu," sagði Rossi.

„Ég átti stórkostlegt tímabil hjá Villarreal og vildi Barcelona fá mig. Allt virtist klárt og átti ég bara eftir að skrifa undir samning þegar Villarreal hækkaði kaupverðið og Barca hætti við félagaskiptin. Það var synd, því Barcelona var besta lið í heimi á þessum tíma.

„Ég sé samt ekki eftir neinu. Ég var líka mjög nálægt því að ganga í raðir Juve þegar Antonio Conte tók við félaginu en Villarreal vildi ekki selja mig eftir að hafa selt Santi Cazorla."


Ferill Rossi hefur verið plágaður af meiðslum, aðallega á hægra hné, en þessi 33 ára framherji er samningsbundinn Real Salt Lake í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner