Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. apríl 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harvey Elliott vill verða goðsögn eins og Steven Gerrard
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn ungi Harvey Elliott var fenginn til Liverpool í fyrra og vill hann ólmur verða að goðsögn hjá félaginu.

Elliott átti 17 ára afmæli í byrjun apríl og er talinn meðal efnilegustu leikmanna landsins í sínum aldursflokki.

„Markmið mitt er að verða jafn stór goðsögn fyrir félagið og Steven Gerrard. Ég vil vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina með þessu stórkostlega félagi," sagði Elliott við vefsíðu Liverpool.

Hann segist líta mikið upp til Mohamed Salah. Þeir spila sömu stöðu og fær Elliott mikla hjálp frá egypska kónginum.

„Ég lít mikið upp til hans, það er frábært að æfa með honum því ég læri svo mikið. Hann er duglegur að hvetja mig áfram í ræktinni og láta mig taka þyngri lóð, hann hefur mikil áhrif. Að æfa með honum er draumi líkast."
Athugasemdir
banner
banner
banner