Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. apríl 2020 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Jota: Mikilvægt að klára tímabilið
Diogo Jota
Diogo Jota
Mynd: Getty Images
Diogo Jota, framherji Wolves í ensku úrvalsdeildinni, segir það afar mikilvægt að klára tímabilið.

Ekkert hefur verið spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan 7. mars vegna kórónaveirunnar. Tala látinna er í kringum 21 þúsund og fer þeim fjölgandi.

Stefnt er að því að hefja ensku úrvalsdeildina í júní en Jota telur mikilvægt að klára tímabilið.

„Ég hef trú á því að við getum klárað tímabilið. Við þurfum ekki að horfa til annarra landa. Hvert einasta land er með vandamál og þau þurfa öll að tækla það," sagði Jota.

„Þó sum lönd ákveða að enda tímabilið núna þá geta önnur lönd byrjað aftur bráðlega. Ég get fullyrt það að allar þjóðir í heiminum vilja horfa á ensku úrvalsdeildina, svo það er mikilvægt að klára tímabilið," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner