Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kaup City Football Group á AS Nancy sett á bið
Mynd: Getty Images
City Football Group, eignarhaldsfélag sem á meðal annars Manchester City, Girona, New York City FC, Melbourne City FC og Yokohama F. Marinos, hefur sett kaupin á franska B-deildarfélaginu AS Nancy á bið vegna kórónuveirunnar.

Eigendaskiptin áttu að ganga í gegn í síðasta mánuði og telur Jacques Rousselot, núverandi forseti Nancy, þau vera í hættu.

„Ég er smeykur. Ég er í fremstu víglínu. Skiptin áttu að ganga í gegn 31. mars, ég var búinn að láta hluthafa vita," segir Rousselot.

„Við höfum verið í einangrun síðan 16. mars og viðræður hafa ekki verið í gangi. Það þýðir þó ekki að þeim sé lokið, ég mun halda áfram að leita að lausnum til að halda félaginu gangandi."

Talsmaður City Football Group ræddi áform eignarhaldsfélagsins í samtali við L'Equipe.

„Við viljum enn ganga frá kaupunum á AS Nancy Lorraine en það ríkir heimskreppa. Það eru hlutir í gangi sem við höfum enga stjórn á en við höfum ekki skipt um skoðun varðandi kaupin."

City Football Group er sagt greiða 14 milljónir evra fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner