Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 26. apríl 2020 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Kessie fastur í heimalandinu - Zlatan enn í Svíþjóð
Franck Kessie og Zlatan eru þeir einu sem eru ekki mættir til Mílanó
Franck Kessie og Zlatan eru þeir einu sem eru ekki mættir til Mílanó
Mynd: Getty Images
Franck Kessie, leikmaður AC MIlan á Ítalíu, er fastur á Fílabeinsströndinni en stjórnvöld þar í landi hafa lokað landamærunum og hefur allt flug verið lagt niður.

Kessie er lykilmaður á miðju Milan en hann flaug heim á meðan ástandið versnaði á Ítalíu vegna kórónaveirunnar.

Leikmenn Milan eru allir að snúa til baka til Ítalíu en æfingar hefjast þann 4. maí næstkomandi.

Stjórnvöld á Fílabeinsströndinni hafa lokað landamærum og er Kessie því fastur þar en óvíst er hvenær hann má snúa aftur til Ítalíu.

Hann er ekki eini leikmaðurinn sem er ekki mættur aftur til Mílanó en Zlatan Ibrahimovic er enn í Svíþjóð og æfir með Hammarby þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner