Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. apríl 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Martinez um Lukaku: Var Maradona gagnrýndur fyrir að nota ekki hægri?
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu og fyrrum knattspyrnustjóri Everton, hefur miklar mætur á Romelu Lukaku sem er lykilmaður í sterku liði Inter um þessar mundir.

Hann telur gagnrýnina sem Lukaku hefur fengið oft á köflum vera ósanngjarna og er ósáttur með þá neikvæðu umræðu sem hefur verið í gangi.

„Knattspyrnusérfræðingar eiga það til að setja leikmenn í tvo flokka. Sumir leikmenn eru gagnrýndir fyrir það sem þeir ættu að gera betur á meðan aðrir fá hrós fyrir það sem þeir gera vel en enginn tjáir sig um aðra þætti leiks þeirra. Rom féll í fyrri flokkinn eftir tíma sinn hjá Chelsea," sagði Martinez.

„Hann var stórkostlegur hjá Everton en um leið og hann skipti (til Man Utd) byrjaði fólk að einblína á þau skipti sem hann skoraði ekki. Útfrá því varð umræðan um hann neikvæð.

„Ég var mjög hissa að sjá það því Rom býr yfir mögnuðum hæfileikum. Hann er markaskorari og það á ekki að dæma hann af hlutunum sem hann gerir ekki. Maradona gat ekki tæklað eða varist föstum leikatriðum. Var Maradona gagnrýndur fyrir að nota ekki hægri fótinn?"


Lukaku er 26 ára gamall og hefur skorað 52 mörk í 84 landsleikjum. Hjá Everton gerði hann 87 mörk í 166 leikjum og hjá Man Utd voru mörkin 42 í 96 leikjum.

Hjá Inter er hann kominn með 23 í 35.
Athugasemdir
banner
banner
banner