Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. apríl 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Memphis hafnaði samningstilboðum frá Lyon - Eitt ár eftir
Mynd: Getty Images
Hollenski framherjinn Memphis Depay gæti yfirgefið Lyon á frjálsri sölu á næsta ári þegar samningur hans við félagið rennur út. Hann er búinn að hafna nokkrum samningstilboðum frá félaginu í vor en forseti félagsins hefur trú á að samkomulag náist.

Memphis er 26 ára gamall og hefur verið gífurlega mikilvægur hlekkur í liði Lyon undanfarin þrjú ár. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, vonast til að halda honum og eftirsóttum ungstirnum sínum þeim Amine Gouiri og Houssem Aouar.

„Við höfum átt í erfiðleikum með viðræður við Memphis. Hann hefur hafnað nokkrum tilboðum frá okkur og átti í erfiðleikum vegna meiðsla. Hann náði sér snemma af meiðslunum og dreymdi um að spila á EM með Hollandi í sumar en það verður ekkert úr því," sagði Aulas.

„Við höfum ekki enn náð samkomulagi en samskiptin okkar á milli eru góð. Við munum gera allt í okkar valdi til að framlengja samninginn, allir innan félagsins vilja halda honum."

Hvað varðar Gouiri, sem er 20 ára og metinn á 30 milljónir evra af félaginu, segir Aulas að hann búist við að framherjinn springi út á næstu leiktíð Lyon.

„Við viljum augljóslega halda honum hjá félaginu. Ég er viss um að hann muni slá í gegn á næstu leiktíð ef hann heldur sér frá meiðslum."

Sjá einnig:
Aouar ekki búinn að biðja um að fá að fara
Athugasemdir
banner
banner