Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. apríl 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moise Kean í vandræðum - Hélt útgöngubannsteiti
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Moise Kean, 20 ára sóknarmaður Everton og ítalska landsliðsins, getur búist við þungri refsingu fyrir að brjóta reglur um samkomubann með því að halda teiti.

Kean hélt partí í húsi sínu í Cheshire héraði og birti myndbönd í lokuðum SnapChat hóp sem rötuðu til fréttamiðilsins Mirror.

„Everton er agndofa eftir að hafa heyrt af atviki þar sem leikmaður aðalliðsins virti leiðbeiningar ríkisstjórnarinnar og félagsins að vettugi varðandi hegðun í kórónuveirukreppunni," segir í yfirlýsingu frá Everton.

„Leikmaðurinn hefur valdið félaginu miklum vonbrigðum og hefur félagið látið hann vita að svona hegðun er með öllu óásættanleg. Það er frábært fólk sem starfar í heilbrigðiskerfinu og við þurfum að sýna því virðingu á þessum erfiðu tímum."

Samkvæmt frétt Mirror sáust ungar konur meðal annars gefa kjöltudansa í myndböndunum.

Kean hefur ekki átt góðu gengi að fagna á Englandi og vill ólmur komast aftur heim til Ítalíu. Hann kostaði 30 milljónir evra í fyrra en hefur aðeins skorað eitt mark í 26 leikjum hjá Everton.

Árangur hans með ítalska landsliðinu og Juventus var þó talsvert betri, þar sem hann hefur gert tvö mörk í þremur A-landsleikjum og sjö mörk í sextán leikjum með Juve í efstu deild.

Fyrir þremur árum skoraði hann 4 mörk í 19 Serie A leikjum með Verona, aðeins 17 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner