Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. apríl 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid hefur enn áhuga á Neymar
Mynd: Getty Images
Wagner Ribeiro, fyrrum umboðsmaður Neymar, staðfesti í samtali við ESPN að Real Madrid hafi reynt að ganga frá kaupum á Neymar í fyrra og að forseti félagsins, Florentino Perez, sé enn afar áhugasamur.

Paris Saint-Germain er talið vilja rúmlega 200 milljónir evra fyrir Neymar, sem er samningsbundinn félaginu þar til í júní 2022.

Barcelona er talinn líklegasti áfangastaður stórstjörnunnar, sem gæti þó enn farið til Madrídar þar sem Börsungar eiga líklega ekki efni á honum.

„Ég fór oft til Madrídar þar sem það hefur lengi verið draumur Florentino Perez að kaupa Neymar," sagði Ribeiro.

„Í fyrra sagðist hann enn halda í drauminn. Neymar gæti vel farið frá PSG í sumar."

Neymar er búinn að skipta um umboðsmann en Ribeiro starfar enn fyrir hann sem ráðgjafi.
Athugasemdir
banner
banner
banner