banner
   sun 26. apríl 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Terry um Benitez: Okkur samdi ekki vel saman
Mynd: Getty Images
John Terry rifjaði upp samband sitt við Rafa Benitez þegar spænski þjálfarinn tók við Chelsea sem bráðabirgðastjóri tímabilið 2012-13.

Terry segir að samband sitt við stjórann hafi ekki verið gott en Benitez stýrði Chelsea til sigurs í Evrópudeildinni.

„Ég hlakkaði til að fá hann inn sem þjálfara útaf ég hafði heyrt að hann væri ótrúlega góður taktískt séð. Hann var nokkuð sigursæll, við unnum Evrópudeildina undir hans stjórn, en að mínu mati þá á stjóri að einbeita sér að því að hjálpa leikmönnum að þroskast," sagði Terry á Sky.

„Við náðum ekki saman strax frá fyrstu æfingu. Í hvert skipti sem hann hélt liðsfund talaði hann um hvernig þeir gerðu hlutina hjá Liverpool. Þetta fær mann til að hlæja en þetta var svona í alvöru. Ég sagði nokkrum sinnum við hann 'Stjóri, þú verður að gleyma Liverpool, þú getur ekki haldið áfram að segja 'við' þegar þú talar um Liverpool, við erum hjá Chelsea núna, strákunum finnst þetta ekki flott.'

„Okkur samdi ekki vel saman, ég spilaði ekki mikið undir hans stjórn."


Benitez vann 28 leiki af 48 sem hann stýrði hjá Chelsea áður en Jose Mourinho tók við af honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner