sun 26. apríl 2020 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Treyja Maradona seldist á tæpar níu milljónir
Mynd: Getty Images
Ciro Ferrara, fyrrum varnarmaður Napoli og ítalska landsliðsins, safnaði 55 þúsund evrum til styrktar baráttunni gegn kórónaveirunni á Ítalíu með því að selja notaða treyju af Diego Armando Maradona á uppboði.

Ferrara og Maradona voru liðsfélagar hjá Napoli í sjö ár frá 1984 til 1991 en Maradona er talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma og ljóst að notuð treyja af honum er eitthvað sem telst afar sjaldgæft að sjá á uppboði.

Treyjan fór á níu milljónir íslenskra króna og rann upphæðin óskert í baráttuna gegn kórónaveirunni á Ítalíu.

Maradona þakkaði Ferrara sérstaklega fyrir á Instagram.

„Við unnum annan leik fyrir Napoli og fólkið í Napoli. Þetta var líklega mikilvægasti leikurinn og við unnum hann saman og stóðum saman í þessu eins og við gerðum alltaf. Takk fyrir þetta Ciro því þú leyfðir mér að upplifa tilfinninguna að vera partur af Napoli," sagði Maradona.

„Ég heyrði í þessum 80 þúsund stuðningsmönnum á San Paolo og fann sömu gleði og ástríðu með þessu góðverki þínu. Þetta er ógleymanlegt. Það er minn heiður að geta styrkt þessa baráttu og hjálpað okkar fólki á þessum fordæmalausu tímum," sagði hann ennfremur.

View this post on Instagram

#Repost @maradona ・・・ Caro @CiroFerrara_Official, amico e compagno fedele. Ricordo ancora il tuo esordio in Nazionale. Proprio contro di me, contro la mia Argentina. Sono contento che la maglia che ti regalai 33 anni fa adesso possa aiutare il nostro popolo in un momento così difficile. Napoli e i napoletani, la mia seconda casa, la mia gente. Je sto vicino a te! E a tutti voi, insieme alla @fcf_onlus (Fondazione Cannavaro - Ferrara). Lì troverai tutti i dettagli dell'asta. Un abbraccio a tutti! - - - - - - - - - - - - - - - Querido Ciro, me acuerdo de tu debut en la selección italiana. Fue contra mí, contra mi selección argentina, en 1987. Me pone feliz saber que esa camiseta que intercambiamos hace 33 años, pueda ayudar a la gente en este momento tan difícil. Nápoles es mi segunda casa, y los napolitanos son mi gente. Por eso invito a todos a sumarse a la @fcf_onlus (Fundación Cannavaro - Ferrara). Allí van a encontrar todos los detalles de esta subasta benéfica. Un abrazo a todos! - - - - - - - - - - - - - - - Dear Ciro, I remember your debut in the Italian national team. It was against me, against Argentina, in 1987. It makes me happy to know that the shirt we exchanged 33 years ago, can help people at this difficult time. Naples is my second home, and the Neapolitans are my people. That's why I invite everyone to join the @fcf_onlus (Cannavaro - Ferrara Foundation). There you will find all the details of this charity auction. A big hug to all! - - - - - - - - - - - - - - - #JeStoVicinoATe #DiviseCheUniscono #UnitiperNapoli

A post shared by Ciro Ferrara (@ciroferrara_official) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner