Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 26. apríl 2020 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Willems vill fara til Newcastle í sumar
Willems meiddist illa gegn Chelsea í janúar
Willems meiddist illa gegn Chelsea í janúar
Mynd: Getty Images
Hollenski vinstri bakvörðurinn Jetro Willems vill ganga til liðs við Newcastle United í sumar en hann var lánaður til félagsins frá Eintracht Frankfurt síðasta sumar.

Willems, sem er 26 ára gamall, var lánaður til Newcastle síðasta sumar en hann meiddist illa í leik gegn Chelsea í janúar og sneri aftur til Frankfurt.

Hann hafði staðið sig vel hjá félaginu og var Newcastle með 11 milljón punda kauprétt á honum en óljóst er hvort sá réttur sé enn í gildi eða ekki.

Willems vill ólmur komast aftur til Newcastle og segir að stuðningsmenn vilji fá hann en það eru yfirvofandi eigandaskipti hjá félaginu og því ekki víst að Willems sé í myndinni.

„Það vilja allir að ég komi aftur og skrifi undir langtímasamning við Newcastle en það er meira spurning um hvort félagið vilji fá mig aftur. Ég vil skrifa undir hjá Newcastle og spila fyrir liðið," sagði Willems á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner
banner