Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. apríl 2020 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wilshere: Dómarinn var njósnari fyrir Arsenal
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere þótti gífurlega mikið efni þegar hann var að koma upp úr akademíustarfi Arsenal á sínum tíma en meiðsli settu strik í reikninginn og leikur hann fyrir West Ham United í dag.

Wilshere er 28 ára gamall og spilaði 197 leiki fyrir Arsenal áður en félagið gafst upp á honum vegna tíðra meiðsla. Saga hans er nokkuð sorgleg þar sem hann var fastamaður í byrjunarliði Arsenal aðeins 18 ára gamall áður en hann lenti í alvarlegum meiðslum.

Wilshere var níu ára gamall hjá Luton þegar njósnari frá Arsenal tók eftir honum.

„Ég var að spila fyrir Luton gegn Barnet en dómari leiksins var líka njósnari frá Arsenal," sagði Wilshere í spjallvarpsþættinum The Lockdown Tactics.

„Eftir leikinn gekk hann að föður mínum og sagðist vilja fá mig til Arsenal. Hann talaði aldrei um að fá mig á reynslu, hann vildi bara fá mig til félagsins.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá vildi ég ekki fara. Það tekur klukkutíma að fara frá Luton til London og pabbi hefði þurft að hætta fyrr í vinnunni á daginn til að skutla mér. Pabbi setti enga pressu á mig og leyfði mér að taka eigin ákvörðun.

„Einn daginn var ég með félaga mínum að sparka í bolta og pabbi stoppaði fyrir framan okkur. Hann sagði að þetta væri síðasti dagurinn minn, í dag þyrfti ég að taka ákvörðun. Ég horfði á vin minn og sagði 'fuck it, ég ætla til Arsenal'.

„Ég er stoltur af pabba því við áttum ekki mikið. Hann var pípulagningamaður en fann samt tímann til að skutla mér á æfingar þrisvar í viku."

Athugasemdir
banner
banner
banner