Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. maí 2019 16:16
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Leiknir F. skoraði fjögur gegn KFG
Mynd: Raggi Óla
Leiknir F. 4 - 0 KFG
1-0 Povilas Krasnovskis ('38)
2-0 Sæþór Ívan Viðarsson ('48)
3-0 Izaro Abella Sanchez ('52)
3-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('84, misnotað víti)
4-0 Unnar Ari Hansson ('90)

Leiknir F. lenti ekki í miklum vandræðum gegn KFG er liðin mættust í eina leik dagsins í 2. deild karla.

Povilas Krasnovskis skoraði eftir atgang í vítateig gestanna í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í leikhlé.

SÆþór Ívan Viðarsson tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks og gerði Izaro Abella Sanchez þriðja markið skömmu síðar.

Jóhann Ólafur Jóhannsson brenndi af vítaspyrnu undir lokin en fjórða markið fékk þó að líta dagsins ljós. Það var magnað mark sem Unnar Ari Hansson skoraði beint úr aukaspyrnu af 35 metra færi.

Unnar Ari smellti boltanum undir samskeytin og var þetta hans fyrsta deildarmark fyrir Leikni.

Leiknir er með sex stig eftir fjórar umferðir, en fyrstu þremur leikjum liðsins lauk með jafntefli. KFG er einnig með sex stig, tvo sigra og tvö töp.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner