Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. maí 2019 16:13
Benjamín Þórðarson
Byrjunarlið ÍA og Stjörnunnar: Óbreytt hjá toppliðinu
Fimm breytingar hjá Stjörnunni
Eyjólfur Héðinsson kemur inní byrjunarlið Stjörnunnar.
Eyjólfur Héðinsson kemur inní byrjunarlið Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson er kominn á bekkinn hjá ÍA eftir meiðsli.
Viktor Jónsson er kominn á bekkinn hjá ÍA eftir meiðsli.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Núna kl 17:00 hefst leikur ÍA og Stjörnunar á Norðurálsvellinum á Akranesi. Leikurinn er í 6.umferð Pepsi Max-deildar karla. Skagamenn sitja á toppnum í deildinni með 13 stig og eru taplausir á meðan Stjarnan situr í 7.sæti með 8 stig.

Byrjunarliðin eru dottin í hús og það kemur kannski ekki óvart að Jóhannes Karl þjálfari ÍA gerir ekki neina breytingu á byrjunarliðinu frá leiknum við Breiðablik.

Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar gerir aftur á móti fimm breytingar frá tapinu gegn KA í síðasta leik. Daníel Laxdal, Heiðar Ægisson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Alex Þór Hauksson detta allir út og í þeirra stað koma þeir Brynjar Gauti Guðjónsson, Jósef Kristinn Jósefsson, Jóhann Laxdal, Baldur Sigurðsson og Eyjólfur Héðinsson

Byrjunarlið ÍA
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
4. Arnór Snær Guðmundsson
5. Einar Logi Einarsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
11. Arnar Már Guðjónsson
17. Gonzalo Zamorano
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason
93. Marcus Johansson

Byrjunarlið Stjörnunnar
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner