Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 26. maí 2019 09:47
Ívan Guðjón Baldursson
Messi fyrstur til að vinna gullskóinn þrjú ár í röð
Messi hefur unnið gullskóinn sex sinnum. Cristiano Ronaldo vann hann fjórum sinnum og hefur engum öðrum tekist að vinna hann oftar en tvisvar.
Messi hefur unnið gullskóinn sex sinnum. Cristiano Ronaldo vann hann fjórum sinnum og hefur engum öðrum tekist að vinna hann oftar en tvisvar.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hefur unnið gullskó Evrópu þriðja árið í röð eftir að Kylian Mbappe mistókst að skora fernu í lokaleik PSG á tímabilinu.

Messi endar tímabilið með 36 mörk en Mbappe með 33, hann skoraði eitt mark í 3-1 tapi gegn Reims í lokaumferðinni.

Messi er fyrsti leikmaður sögunnar til að vinna gullskóinn þrjú ár í röð og er þetta í sjötta sinn sem hann hlýtur nafnbótina markahæsti leikmaður Evrópu.

Messi vann spænsku deildina með Barcelona og Mbappe þá frönsku með PSG.

Messi segist ekki getað einbeitt sér að þessum einstaklingsverðlaunum. Tapið gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar situr enn í honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner