Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 26. maí 2019 22:14
Arnar Daði Arnarsson
Óli Kristjáns um leikjaálagið: Þetta er algjörlega galið
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst Fylkismennirnir koma grimmir inn í leikinn og gera gott mark. Virkilega vel gert hjá Kolbeini að setja boltann upp í hornið. Við svörum til baka en náum aldrei flugi í leiknum," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  2 FH

„Þeir komast aftur yfir og við jöfnum aftur en síðan fannst mér bæði liðin vanta kraftinn og yfirvegunina til að klára þá möguleika. Þetta var ofboðslega slitið í restina og það er greinilegt að þetta leikaálag er farið að bitna á gæðunum á þess sem fram fer."

„Leikurinn var töluvert opinn í restina þegar liðin voru að reyna sækja eitthvað og púlsinn var kominn hátt og skynsemin ekki alltaf í fyrirrúmi. Pétur fékk frábært færi eftir horn og Jákup eitt annað. Síðan fengu Fylkir að sjálfsögðu sín færi líka. Ég ætla ekki að falla í þá gryfju og tala okkur upp í eitthvað meira. Það var súrt að ná ekki þessum tveimur stigum sem voru í boði en það er bara upp á hestinn og áfram gakk. Það er erfiður bikarleikur gegn heitasta liði landsins, mjög góða Skagamenn á fimmtudaginn og við þurfum að sýna betri frammistöðu gegn þeim."

Ólafur Kristjánsson segir að skoða þurfi leikjadagskránna á Íslandsmótinu.

„Leikjaálagið er mikið og þetta er helvíti flott á Excel-skjali að spila svona marga leiki en þetta er farið að bitna á gæðunum. Þetta er algjörlega galið. Þú ert 72 klukkutíma að recovera eftir leik og ef þú kíkir á það hvernig við höfum spilað frá lok apríl til byrjun júní þá höfum við spila níu leiki. Það er ofboðslega erfitt að bjóða leikmönnum upp á það. Tökum það síðan inn í reikninginn að fram að Íslandsmótinu þá spilum við ekki keppnisleiki. Ég er ekki að afsaka eitt né neitt í frammistöðu en maður sér það bara á leikjunum sem við höfum verið að spila í þessum umferðum að leikmenn eru gjörsamlega komnir á fótum fram."

Gary Martin fyrrum leikmaður Vals er án félags. Hefur Óli áhuga að fá hann?

„Er ekki best að segja að allir möguleikar eru skoðaðir í þessu. Við erum ánægðir með hópinn og höfum ekkert verið að blanda okkur í mál Gary Martin. Hann er líflegur karakter," sagði Ólafur Kristjánsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner