Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 26. maí 2019 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Özil verður hjá Arsenal til 2021
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Mesut Özil er fastur á því að skjólstæðingur sinn ætli að klára samninginn hjá Arsenal sem gildir til sumarsins 2021.

Arsenal hefur reynt að losa sig við Özil en það ekki gengið vegna hárra launakrafa leikmannsins, sem er langlaunahæstur hjá félaginu.

„Orðrómarnir munu halda áfram en ég get lofað einu, það er tryggð Mesut við félagið. Hann blæðir Arsenal rauðu og elskar þetta félag. Hann ætlar að virða samninginn," sagði Dr. Erkut Sögüt, umboðsmaður Özil.

„Hann verður hjá Arsenal til 2021 hið minnsta og þurfa stuðningsmenn ekki að hafa áhyggjur af þeim orðrómum sem munu vera uppi í sumar. Hann hefur fundið stað þar sem honum líður vel og hann telur sig enn hafa mikið til að gefa félaginu."

Özil hefur átt erfitt tímabil, hann er búinn að glíma við meiðsli og virtist ekki vera í byrjunarliðsáformum Unai Emery á köflum. Undir lok tímabilsins hefur hann hins vegar fengið meiri spiltíma.

Özil verður 31 árs í október og hefur spilað 226 leiki fyrir Arsenal, 30 á þessu tímabili. Líkur eru á að hann verði í byrjunarliðinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudaginn.

Özil fær 350 þúsund pund í vikulaun og er Pierre-Emerick Aubameyang næstur á eftir honum með 200 þúsund pund. Þar á eftir kemur Henrikh Mkhitaryan með 180 þúsund og svo er Sead Kolasinac með 120 þúsund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner