Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. maí 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Paratici um Guardiola: Skrýtnar sögusagnir
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur verið orðaður við Juventus að undanförnu.

Massimiliano Allegri var á dögunum rekinn frá Juventus eftir fimm ára dvöl hjá félaginu. Hann gerði Juventus að Ítalíumeisturum öll árin fimm. Alls hefur hann unnið ellefu bikara sem stjóri liðsins.

Guardiola er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starfið. Alberto Galassi, stjórnarmaður hjá Manchester City, sagði í síðustu viku að það væri algjört kjafæði að Guardiola væri á leið til Ítalíu og nú hefur Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, sagt slíkt hið sama.

„Við höfum aldrei haft samband við Pep Guardiola og hófum aldrei viðræður við hann. Hann er með samning við Manchester City. Þessar sögusagnir eru svo skrýtnar," sagði Paratici, en ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá.



Athugasemdir
banner
banner
banner