Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 26. maí 2019 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Þór/KA náði að landa sigri í Keflavík
Sandra Mayor skoraði tvennu.
Sandra Mayor skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Keflavík 1 - 2 Þór/KA
0-1 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('12 , víti)
1-1 Natasha Moraa Anasi ('38 )
1-2 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('56 )
Lestu nánar um leikinn

Það var einn leikur í Pepsi Max-deild kvenna í dag og var honum að ljúka. Þór/KA heimsótti Keflavík í fyrsta leik fimmtu umferðar deildarinnar.

Þór/KA tapaði 4-1 gegn Blikum í síðustu umferð og spilaði alls ekki vel í þeim leik í dag. Í dag var mikilvægt fyrir norðanstúlkur að komast á sigurbraut. Og það var það sem þær gerðu.

Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu og var það Sandra Stephany Mayor, borgarstjórinn, sem skoraði úr vítaspyrnu.

Keflavík er nýliði í deildinni en þær gáfu Þór/KA hörkuleik og tókst þeim að jafna fyrir leikhlé. Natasha Moraa Anasi skoraði þá eftir innkast.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Á 56. mínútu komst Þór/KA aftur yfir og aftur var það Sandra Stephany Mayor sem skoraði. „Hröð sókn hjá Þór/KA! Hulda Ósk, Sandra og Þórdís sóttu þrjár á tvær og spiluðu sig að því er virtist alveg inn í markið. Sandra tók svo loksins af skarið og lagði hann í fjærhornið," sagði Brynja Dögg Sigurpálsdóttir í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Keflavík spilaði vel í leiknum og gaf Þór/KA lítið eftir því. Því miður fyrir þær, þá náðu þær ekki að svara og lokatölur því 2-1 fyrir Þór/KA.

Þór/KA er í fjórða sæti með níu stig úr fimm leikjum. Keflavík er á botninum án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner