Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. maí 2019 18:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Nær Diego að spila sig inn í landsliðið?
Spilaði allan leikinn í tapi
Diego á þrjá landsleiki að baki fyrir Ísland.
Diego á þrjá landsleiki að baki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Diego Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Real Oviedo þegar liðið tapaði gegn Tenerife í spænsku B-deildinni í dag.

Tenerife náði forystunni rétt fyrir leikhlé með marki úr vítaspyrnu og varð staðan 2-0 eftir 20 mínútur í seinni hálfleiknum. Real Oviedo minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 77. mínútu en komst ekki lengra eftir það.

Lokatölur því 2-1 fyrir Tenerife og Real Oviedo tapar mikilvægum stigum í umspilsbaráttunni. Oviedo er sem stendur þremur stigum frá umspilssæti þegar liðið á tvo leiki eftir óspilaða.

Diego á íslenskan föður. Hann á þrjá landsleiki að baki fyrir íslenska landsliðið. Þann fyrsta í janúar 2016 og svo lék hann tvo landsleiki í nóvember 2017.

Rætt var um það í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær hvort Diego gæti mögulega verið í landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM í næsta mánuði. Diego er 25 ára gamall byrjunarliðsmaður í góðu liði í sterkri spænskri B-deild.

Birkir Már Sævarsson, sem er 34 ára, hefur átt stöðu hægri bakvarðar hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár.

„Ég hef séð Birki Má Sævarsson betri en hann hefur verið í síðustu leikjum hjá Val en ég hef líka aldrei séð hann klikka fyrir íslenska landsliðið," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Smelltu hér til að hlusta á landsliðsumræðuna í útvarpsþættinum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner