Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. maí 2019 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Elmar skoraði er hans lið vann í langri vítakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason skoraði af vítapunktinum þegar Gazisehir Gaziantep vann Osmanlispor í umspilinu í tyrknesku B-deildinni á þessu sunnudagskvöldi.

Elmar og félagar unnu fyrri leikinn 2-0 en töpuðu í kvöld 2-0. Því þurfti að framlengja og þegar ekkert var skorað í henni var farið í vítaspyrnukeppni.

Theódór Elmar lék allan leikinn og hann fór á vítapunktinn í vítaspyrnukeppninni. Hann var sjötta vítaskytta Gazisehir og skoraði hann.

Bæði lið skoruðu úr fyrstu átta spyrnum sem er magnað. Gazisehir skoraði úr sinni níundu spyrnu en í níundu umferð klúðraði leikmaður Osmanlispor og Gazisehir því sigurvegari eftir maraþonvítakeppni.

Theódór Elmar og hans liðsfélagar munu mæta Hatayspor í úrslitum umspilsins.
Athugasemdir
banner
banner