Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. maí 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gabi verður aðstoðarþjálfari Atlético
Gabi
Gabi
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Gabi Hernandez verður aðstoðarþjálfari Atlético Madríd fyrir næsta tímabil en þetta kemur fram í spænskaa miðlinum Marca.

Gabi er uppalinn hjá Atlético en hann var lykilmaður í liðinu frá 2011 til 2018 áður en hann samdi við Al Sadd.

Hann var partur af mögnuðu liði Atlético sem komst tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þá vann hann spænsku deildina einu sinni og Evrópudeildina tvisvar með liðinu.

Samningur hans við Al Sadd rennur út í sumar og mun hann taka við sem aðstoðarþjálfari hjá Atlético í kjölfarið.

German Burgos er aðstoðarmaður Diego Simeone en mun hætta eftir þetta tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner