Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 26. maí 2021 23:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Hinn 46 ára gamli Hjörtur Júlíus skoraði fimm
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Hjörtur Júlíus Hjartarson fór á kostum í 4. deildinni í kvöld þegar hann skoraði fimm mörk í sigri SR gegn Gullfákanum.

Hjörtur er 46 ára gamall en er ekki enn búinn að leggja skóna á hilluna. Í kvöld gerði hann fimm mörk í 7-1 sigri SR á Gullfákanum. Frá því hann byrjaði að spila fótbolta í meistaraflokki árið 1995, þá er hann búinn að skora 234 mörk í deild og bikar samkvæmt vefsíðu KSÍ.

Í A-riðli skoraði Viðar Þór Sigurðsson sigurmark Kríu gegn Berserkjum. Kría er með fullt hús eftir tvo leiki og Berserkir eru án stiga.

Í B-riðli unnu SR og Smári sína leiki. Það var markalaust í Hveragerði þar sem Hamar og KH áttust við. KH og Hamar eru bæði með sjö stig í efstu tveimur sætum riðilsins. SR á hins vegar leik til góða og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Smári er með þrjú stig eftir tvo leiki; einn sigur og eitt tap.

A-riðill:
Kría 1 - 0 Berserkir
1-0 Viðar Þór Sigurðsson ('38)

B-riðill:
Hamar 0 - 0 KH

Smári 4 - 1 Stokkseyri
0-1 Luis Lucas António Cabambe ('13)
1-1 Sindri Sigvaldason ('35)
2-1 Birkir Örn Sigurðsson ('48, víti)
3-1 Garðar Elí Jónasson ('49)
4-1 Garðar Elí Jónasson ('61)

Gullfákinn 1 - 7 SR
0-1 Sindri Scheving ('23)
0-2 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('45)
0-3 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('51)
0-4 Jóhannes Kári Sólmundarson ('53)
0-5 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('55)
1-5 Bogdan Radu Vlaicu ('84)
1-6 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('85)
1-7 Hjörtur Júlíus Hjartarson ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner