banner
   mið 26. maí 2021 09:44
Hafliði Breiðfjörð
Landsliðið
„Á að vera mesti heiður knattspyrnumanns að spila fyrir sitt land''
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ætlaði á miðvikudaginn að tilkynna leikmannahóp sem færi í æfingaleiki í Bandaríkjunum, Færeyjum og Póllandi en þurfti að seinka valinu þegar leikmenn tóku í umvörpum að draga sig úr landsliðinu, fyrst fjórir, svo aðrir fjórir og svo í dag fjórir enn.

Ég spurði hann hvort staðan væri orðin sú að það þyrfti að biðja menn að spila landsleik frekar heldur en að þeim væri sýndur sá heiður að vera valinn.

„Ef það lítur þannig út utanfrá þá er það ekki gott. Því það á að vera mesti heiður knattspyrnumanns að spila fyrir sitt land og ég held að flestir hafi það," sagði Arnar Þór.

„Ég hef ekki haft þá tilfinningu að ég hafi þurft að smala í hópinn. Alls ekki," hélt hann áfram.

Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru dæmi um leikmenn sem ekki gáfu kost á sér í verkefnið.

Á endanum þurfti Arnar að velja marga leikmenn úr Pepsi Max-deildinni sem hafði ekki verið stefnan fyrirfram.

Viðtalið má sjá í heild sinni að neðan.
Ítarlegt viðtal við Arnar Þór - Óttast ekki að Gylfi sé að hætta
Athugasemdir
banner
banner
banner