Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. maí 2021 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar átti gott samtal við Viðar Örn
Icelandair
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson var upprunalega valinn í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina í þrjá í næsta mánuði en hann þurfti að draga sig úr hópnum vegna sóttvarnareglna í Noregi þar sem hann spilar með Vålerenga.

Það var mikil umræða í mars þegar Viðar var ekki valinn í hópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sagði að Valerenga hefði neitað að leyfa Viðari að fara í landsleikina en norska félagið þvertók fyrir það.

Arnar valdi hann í hópinn fyrir komandi vináttulandsleiki en hann segist hafa rætt við Viðar og þeir hafi tekið gott spjall.

„Ég ætlaði að ræða við Viðar eftir gluggann og við gerðum það, og áttum gott samtal. Hann var valinn núna en það eru enn strangar sóttvarnarreglur í Noregi," sagði Arnar.

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér að neðan.
Ítarlegt viðtal við Arnar Þór - Óttast ekki að Gylfi sé að hætta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner