mið 26. maí 2021 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn versti leikur Rashford á ferlinum
Mynd: EPA
Það er framlenging á leiðinni í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Staðan er 1-1 eftir venjulegan leiktíma á milli Villarreal og Manchester United.

Það var sóknarmaðurinn Gerard Moreno sem kom gula kafbátnum yfir eftir aukaspyrnu. Enn og aftur er Man Utd að fá á sig mark eftir fast leikatriði en það hefur líklega verið versti óvinur liðsins á tímabilinu.

Snemma í seinni hálfleiknum jafnaði United og var þar að verki Edinson Cavani sem hefur verið sjóðandi heitur fyrir framan markið að undanförnu. Marcus Rashford átti skot sem fór af varnarmanni og datt boltinn fyrir fætur Cavani. Hann átti ekki í neinum vandræðum með að skora og jafna metin.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, er ekki búinn að gera eina breytingu; hann á fimm breytingar eftir. Það vekur athygli að Marcus Rashford er enn inn á vellinum en hann hefur verið afskaplega slakur í kvöld.

„Þetta er einn versti leikur Rashford á ferlinum," skrifar Samuel Luckhurst á Twitter en hann skrifar fyrir Manchester Evening News.

Framlengingin fer senn að hefjast.

Athugasemdir
banner
banner